Kveðja frá ferðalöngunum okkar

Eftir um 9 daga göngu með hæðaraðlögun og flutningi vista, komum við í búðir í um 6000 m hæð sem kallast Colera.  Colera er um 100 m hærri en búðir sem algengast er að nota á þessu svæði og nefnast Berlin.  Colera er síðasti áfanginn fyrir lokauppgönguna.  Skv. áætlun áttum við að halda á tind Aconcagua föstudaginn 16. janúar.  Veðurspáin fyrir þann dag var mjög góð og við meira en tilbúnir í uppgönguna, en spáin var tvísýn fyrir helgina.  Að kvöldi 15. janúar tilkynnti fararstjórinn hins vegar að betra væri að fresta uppgöngu til 17. janúar.  Við gátum lítið sagt, enda hefur hann langa reynslu á svæðinu og hefur farið alls 12 sinnum á fjallið.  Klukkan 4:30 þann 17. janúar var snjó mokað frá dyrum tjaldsins, snjór settur í pott og eldaður dýrindis hafragrautur.  Um kl. 6:00 var haldið á fjallið.  Nokkuð stífur vindur var fyrst um sinn, sem ekki kom að sök.  Þegar við áttum um 350 m eftir á tindinn (komnir í um 6600 m hæð) var kominn stormur og blindbylur.  Á þessum tímapunkti var ákveðið að snúa við, enda vorum við á svæði þar sem eitt feilspor gæti kostað lífið. Þetta var nokkuð erfið ákvörðun, enda allir í góðu formi bæði andlega og líkamlega. Veðurguðirnir voru búnir að taka ákvörðun fyrir okkur og ekki skynsamlegt að deila við þá. 
 
Þegar komið var niður í Colera búðirnar (6000 m) síðar um daginn fór restin af deginum í að halda tjöldunum niðri, enda var veðrið mjög slæmt.  Þegar við vorum að berjast við tjöldin blasti við okkur dalurinn 3-4000 m neðar þar sem veðrið virtist vera hlýtt og gott.  Við ræddum þá okkar á milli hvað við værum eiginlega að gera.  Við komumst fjótlega að þeirri niðurstöðu að þetta væru nýju útrásarvíkingarnir.
 
Að morgni 18. janúar vöknuðum við um kl. 8:00, hituðum upp súpu frá kvöldinu áður og borðuðum með bestu lyst í morgunmat.  Klukkutíma síðar héldum við af stað niður til Horcones Lake, þar sem gangan hófst fyrir 11 dögum.  Við lækkuðum okkur þann dag um 3200 m og gengum þá rúma 30 km.  Við komum á hótel í Mendoza upp úr miðnætti, þreyttir, skítugir og skeggjaðir.  Við leggjum af stað heim þann 21. janúar og lendum í Keflavík 23. janúar.
 
Kæru vinir, þetta er búin að vera ótrúleg lífsreynsla fyrir okkur.  Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs árs, viljum við þakka ykkur fyrir allar góðu óskirnar og fyrir að fylgjast með okkur í þessari ævintýraferð, sem mun marka djúp spor í okkar lífshlaupi.

Með kveðju,

Bragi, Ingólfur, Sigga Lóa og Ólafur Áki
 
P.s. Við læðum líklega inn myndum í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fúllt að komast ekki alla leið upp út af röngum ákvörðunum frá farastjóra.  En engu að síður frábært afrek hjá ykkur.  Sigga Lóa þú getur verðið stollt af því að komast upp í Nido með svona lágt súrefnismagn í blóðinu.  Njótið tímans ykkar í Mendoza og nágrenni.  Þeir eiga helv.......góðan Malbec þarna.

kveðja,

Gummi og Toni

Guðmundur Maríusson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:47

2 identicon

Verð að segja til hamingju ...hamingju...öll sömul ...þið eruð hetjur ársins......Kampavínið bíður ......ekki smá montin af ykkur öllum.

Bestu kveðjur Auður og dæturnar

audur sveinsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:02

3 identicon

Til lukku með þennan áfanga.   Takk fyrir að fá að fylgjast með hópnum í þessu frábæra ferðalagi útrásarvíkinganna !   Mikið værum við heppin á klakanum hér heima ef við ættum "bara" svona flotta víkinga eins og ykkur.    Góða ferð heim, hlakka til að sjá myndirnar.   Bestu kveðjur Maddý

Margrét K. Erlingsdóttir. (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:00

4 identicon

Til hamingju með þetta frábæra afrek! Get ímyndað mér að erfitt hafi verið að snúa við þegar takmarkið var svona nálægt en verð hins vegar mjög fegin að fá pabba minn aftur heim heilan á húfi ;)

Jónína Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:54

5 identicon

Ég sem var svo ánægð að þið skylduð hafa náð upp á topp samkvæmt röngum fréttum frá skrifstofunni.  En þetta er auðvitað fábært afrek hjá ykkur öllum, þið eruð algjörar hetjur.  Kveðja Hjördís

Hjördís (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:46

6 identicon

Gott að heyra að allir eru heilir á húfi! til hamingju með þetta afrek öll sömul!

Ingibjörg Torfadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:08

7 identicon

Góða ferð heim!

Guðný Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:22

8 identicon

Sael og blessud.

Thad er leitt ad thid komust ekki á toppinn.   Takmarkid svona nálaegt.   En thad er gott ad thid snerud vid og komist heil á húfi heim aftur.    Ég er med Aconcouga enn í maganum og daudlangar ad enda ferdina mína á ad klífa haedsta fjall Sudur Ameríku.  

Ég er búinn ad vera mikid ad ganga og klífa fjoll hér í Peru.   Fór á Misti 5825m og Chachani sem er 6085m.   Er nú í Arequipa ad slappa af.

Kaer kvedja Saemi.  

Saemundur Thor Sigurdsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband