26.1.2009 | 08:14
Aconcagua vísur
Hér koma á eftir vísur sem Bragi samdi í ferðinni.
Aconcagua vísur
Örkum hérna upp í mót,
Óli, Golli og Bragi.
Einnig Sigga orkusnót
og allt í fína lagi.
Prílum við í Paradís,
Prúð og sæl um slóðir kunnar
Gnæfa klettar, krýndir ís,
kynjamyndir náttúrunnar.
Við oss blasir fjallið frítt,
fönnum skrýtt það togar.
og við öndum ótt og títt
af oss svitinn bogar.
Frár og mesti fjörkálfur
flytur grín úr sínum munni.
Eftirherman Ingólfur
uppi heldur stemmingunni.
Fjöllin heilla falleg öll
fjöll eru hennar ær og kýr-
Sigga Lóa sjarmatröll
seiglu og krafti yfir býr.
Óli Bæjó ýmsan tind
áður klifið hefur,
eins og hann hafi enga þind;
af sér mikið gefur.
Síðast nefni, sístan þó,
sjálfan vísnarefinn.
Enda komið alveg nóg
og hann Bragi uppgefinn.
BR
Athugasemdir
Frábærar vísur Bragi og flottar myndir. Bestu kveðjur. Hjördís
Hjördís (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:09
Flott visa Bragi.
Saemi (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.