5. janúar 2009

5. janúar lentu ferðalangarnir í Mendoza og tékkuðu sig inná hótelið.  Þau hittu leiðsögumennina  frá INKA expediciones og ferðafélaga sem komu frá ýmsum löndum.  Farið var vel yfir allan búnaðinn og honum skipt niður.  Það er ákveðin þolinmæði og tækni sem þarf til að pakka og skipta dóti milli poka.  Engu má gleyma og hafa þarf rétt dót í réttum poka.  Í bakpokann fer það sem  nota á yfir daginn, múldýrin taka hluta af  dótinu og annað er skilið eftir, eins og betri klæðnaðurinn og rakdót karlmannanna.

Matur er innifalinn í ferðinni en auðvitað var með harðfiskur, nokkur prince polo svona til hátíðarbrigða, lýsi og nokkrar flöskur af vatni úr vatnsverksmiðjunni í Ölfusinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Gangi ykkur allt í haginn og í versta falli ef þið verðið svöng má éta helv. múldýrin hehe nei bara grín. Góða skemmtun við að klífa "hólinn" kv. Þórarinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 6.1.2009 kl. 10:18

2 identicon

Engar rúsínur?

Jónína Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:11

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Það kæmi mér verulega á óvart ef ekki leyndist eins og einn rúsínupakki í farangrinum.

Þórarinn M Friðgeirsson, 6.1.2009 kl. 16:20

4 identicon

Góða ferð og gangi ykkur vel.  Spennandi  að fylgjast með ferðalaginu.  Sendum góðar vættir frá klakanum til ykkar allra.

Margrét K. Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 17:33

5 identicon

Jæja þá eru þið lögð af stað, hlakka til að fylgjast með ykkur. Þetta verður töff en örugglega mjög spennandi.

Hjördís Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 08:01

6 identicon

Ingólfur minn, ef þú finnur grábrúna vettlinga á toppnum. Þá á ég þá!

gangi ykkur vel.

Harri Ormarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband